8. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn miðvikudaginn 11. nóvember 2020 kl. 15:04


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 15:04
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 15:17
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 15:04
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 15:04
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 15:04
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 15:04
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 15:04
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ), kl. 15:04
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 15:04

Jón Gunnarsson boðaði forföll.

Ari Trausti Guðmundsson vék af fundi frá kl. 16:43 - 17:20.

Hanna Katrín Friðriksson vék af fundi kl. 17:03.

Nefndarritari:

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:05
Fundargerð 7. fundar samþykkt.

2) 9. mál - íslensk landshöfuðlén Kl. 15:09
Á fund nefndarinnar mættu Jens Pétur Jensen frá ISNIC, Hrafnkell V. Gíslason, Gabriella Unnur Kristjánsdóttir og Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir frá Póst og fjarskiptastofnun, Heiðrún Björk Gísladóttir frá Samtökum atvinnulífsins, Steinunn Pálmadóttir frá Samtökum iðnaðarins, Magnús Hrafn Magnússon hrl., Margrét Hjálmarsdóttir frá Hugverkastofunni og Bjarni Freyr Rúnarsson frá Persónuvernd. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/858 frá 30. maí 2018 um viðurkenningu á og markaðseftirlit með vélknúnum ökutækjum og eftirvögnum þeirra og á kerfum, íhlutum og aðskildum tæknieiningum sem ætlaðar eru í slík ökutæki, um breytingu á regluger Kl. 17:20
Tillaga um að afgreiða álit nefndarinnar til utanríkismálanefndar var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum. Allir viðstaddir nefndarmenn skrifuðu undir álitið.

4) Önnur mál Kl. 17:27
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:30