10. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 16. nóvember 2020 kl. 15:03


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 15:03
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 15:03
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 15:03
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 15:03
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 15:03
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 15:03
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 15:52
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 15:03
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ), kl. 15:03
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 15:08

Kolbeinn Óttarsson Proppé var fjarverandi í upphafi fundar vegna annarra þingstarfa.

Hanna Katrín Friðriksson vék af fundi kl. 15:49.

Nefndarritarar:
Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) 10. mál - leigubifreiðaakstur Kl. 15:05
Á fund nefndarinnar mætti Jónas Birgir Jónasson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, kynnti málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

2) Fundargerð Kl. 15:37
Fundargerðir 8. og 9. fundar samþykktar.

3) 208. mál - skipalög Kl. 15:39
Á fund nefndarinnar mætti Eggert Ólafsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, kynnti málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 139. mál - aukin skógrækt til kolefnisbindingar Kl. 15:57
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

5) 147. mál - flóðavarnir á landi Kl. 15:58
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

6) 275. mál - skipulagslög Kl. 15:59
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

7) 276. mál - náttúruvernd Kl. 16:00
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

8) 107. mál - mótun efnahagslegra hvata til að efla ræktun orkujurta á Íslandi Kl. 16:01
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

9) Útboð á ríkisstyrktum flugleiðum Kl. 16:22
Á fund nefndarinnar mætti Páll Ágúst Ólafsson lögmaður af hálfu Flugfélags Austurlands, gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá mættu Arnar Friðriksson, Friðrik Adólfsson og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson frá Norlandair. Gerðu þeir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

10) Önnur mál Kl. 17:23
Líneik Anna Sævarsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
Gerðar eru athugasemdir við að spurningar varðandi mál nefndarinnar; Útboð á ríkisstyrktum flugleiðum, hafi verið sendar til Vegagerðarinnar í nafni nefndarinnar án þess að allir nefndarmenn hafi vitað af því eða séð spurningarnar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:24