13. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 23. nóvember 2020 kl. 15:05


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 15:05
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 15:08
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 15:05
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 15:05
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 15:05
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 15:05
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 15:05
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ), kl. 15:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 15:08

Hanna Katrín Friðriksson boðaði forföll.

Bergþór Ólason vék af fundi frá kl. 16:04 - 16:24.

Nefndarritarar:
Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:06
Fundargerð 12. fundar samþykkt.

2) 209. mál - fjarskipti Kl. 15:09
Á fund nefndarinnar mættu Guðbjörg Sigurðardóttir, Sigríður Rafnar Pétursdóttir og Sigurður Emil Pálsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Gestir kynntu minnisblöð ráðuneytisins um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 208. mál - skipalög Kl. 16:15
Kl. 16:15 - Á fund nefndarinnar mættu Aron Freyr Jóhannsson, Kristín Helga Markúsdóttir og Geir Þór Geirsson frá Samgöngustofu. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kl. 16:58 - Þá mættu á fund nefndarinnar Högni Bergþórsson og Þröstur Auðunsson frá Bátasmiðjunni Trefjum og Matthías Sveinsson frá Víking bátum. Gerðu þeir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svörðuð spurningum nefndarmanna.

4) Útboð á ríkisstyrktum flugleiðum Kl. 17:13
Dagskrárlið frestað.

5) 311. mál - varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum Kl. 17:14
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

6) Fjarskipti og netöryggi Kl. 17:15
Nefndin samþykkti að taka við minnisblaði um málið frá utanríkisráðuneytinu í trúnaði um efni þess, sbr. 3. mgr. 50. gr. laga um þingsköp Alþingis nr. 55/1991.

7) Önnur mál Kl. 17:17
Nefndin samþykkti að haldinn yrði sameiginlegur fundur með utanríkismálanefnd föstudaginn 27. nóvember 2020 kl. 12:00 - 14:00, utan reglulegs fundartíma nefndarinnar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:22