16. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn föstudaginn 27. nóvember 2020 kl. 09:03


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:03
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:03
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:03
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:03
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:03
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:03
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:03
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:03
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ), kl. 09:03
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:03

Sara Elísa Þórðardóttir vék af fundi frá kl. 09:30 - 10:26.

Vilhjálmur Árnason vék af fundi frá kl. 10:00 - 10:12.

Hanna Katrín Friðriksson vék af fundi kl. 10:40.

Nefndarritari:

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:04
Fundargerð 15. fundar samþykkt.

2) 209. mál - fjarskipti Kl. 09:05
Kl. 09:05 - Á fund nefndarinnar mættu María Káradóttir og Guðmundur Þ. Steinþórsson frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, Ásmundur Jónsson frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum, Birgir Jónasson frá Ríkislögreglustjóra og Tómas Gíslason og Magnús Hauksson frá Neyðarlínunni ohf. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kl. 10:00 - Á fund nefndarinnar mættu Heiðdís Eiríksdóttir og Karólína Finnbjörnsdóttir, lögmaður, frá Félagi heyrnarlausra ásamt Árnýju Guðmundsdóttur sem sinnti táknmálstúlkun. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kl. 10:36 - Á fund nefndarinnar mættu Stefán Eiríksson og Einar Logi Vignisson frá RÚV. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 335. mál - hollustuhætti og mengunarvarnir o.fl. Kl. 10:53
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

4) Önnur mál Kl. 10:54
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:55