17. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 30. nóvember 2020 kl. 15:33


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 15:33
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 17:15
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 15:33
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 15:33
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 15:33
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 15:33
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 15:33
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 15:33
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ), kl. 15:33
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 15:33

Hanna Katrín Friðriksson vék af fundi kl. 17:00.

Nefndarritari:

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:34
Fundargerð 16. fundar samþykkt.

2) 209. mál - fjarskipti Kl. 15:36
Kl. 15:36 - Á fund nefndarinnar mætti Steinunn Pálmadóttir fyrir hönd Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins, gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Kl. 16:30 - Á fund nefndarinnar mætti Gunnþóra Elín Erlingsdóttir, ritari utanríkismálanefndar Alþingis. Gerði hún grein fyrir sjónarmiðum við málið í tengslum við þinglega meðferð EES-mála og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Kostnaður Íslands vegna uppgjörs á Kyoto-bókuninni Kl. 16:49
Kl. 16:49 - Á fund nefndarinnar mættu Elva Rakel Jónsdóttir, Margrét Helga Guðmundsdóttir, Erla Friðbjörnsdóttir og Nicole Keller frá Umhverfisstofnun og Hugi Ólafsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kl. 17:26 - Á fund nefndarinnar mætti Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs. Gerði hann grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 18:02
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 18:03