19. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn föstudaginn 4. desember 2020 kl. 13:09


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 13:09
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 13:09
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 13:09
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 13:09
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 13:32
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 13:09
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 13:09
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 13:09
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ), kl. 13:09
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 13:26

Kolbeinn Óttarsson Proppé og Líneik Anna Sævarsdóttir viku af fundi kl. 13:56.

Jón Gunnarsson vék af fundi kl. 14:16.

Guðjón S. Brjánsson vék af fundi kl. 15:18.

Nefndarritari:

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:10
Fundargerð 18. fundar samþykkt.

2) 276. mál - náttúruvernd Kl. 13:11
Kl. 13:11 - Á fund nefndarinnar mætti Baldur Dýrfjörð frá Samorku, gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Kl. 13:30 - Á fund nefndarinnar mætti Ásdís Hlökk Theodórsdóttir frá Skipulagsstofnun, gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 275. mál - skipulagslög Kl. 14:06
Kl. 14:06 - Á fund nefndarinnar mættu Svava S. Steinarsdóttir frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og Björn Axelsson, Erna Hrönn Geirsdóttir og Glóey Helgudóttir Finnsdóttir frá Reykjavíkurborg. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kl. 14:45 - Á fund nefndarinnar mættu Halla Björk Reynisdóttir, Guðríður Friðriksdóttir og Pétur Ingi Haraldsson frá Akureyrarbæ, Þormóður Sveinsson, Ólafur Ingi Tómasson, Ívar Bragason, Friðþjófur Helgi Karlsson og Adda María Jóhannsdóttir frá Hafnarfjarðarbæ, Jón Eirík Einarsson, Pétur Davíðsson og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir frá Skorradalshreppi, Bogi Kristinsson Magnusen frá Hvalfjarðarsveit og Matthildur Ásmundardóttir og Brynja Dögg Ingólfsdóttir frá Sveitarfélaginu Hornafirði. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 15:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:25