20. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 8. desember 2020 kl. 09:03


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:03
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:03
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:03
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:03
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:03
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:03
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:03
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:03
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ), kl. 09:03
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:03

Ari Trausti Guðmundsson vék af fundi kl. 09:56.

Nefndarritari:

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:04
Fundargerð 19. fundar samþykkt.

2) 275. mál - skipulagslög Kl. 09:05
Kl. 09:05 - Á fund nefndarinnar mættu Auður Önnu Magnúsdóttir, Pétur Halldórsson og Tryggvi Felixson frá Landvernd. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kl. 09:31 - Á fund nefndarinnar mættu Jóhanna Klara Stefánsdóttir og Lárus M. K. Ólafsson frá Samtökum iðnaðarins og Guðmundur I. Ásmundsson og Sverrir San Norðfjörð frá Landsneti. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kl. 10:20 - Á fund nefndarinnar mættu Guðjón Bragason og Tryggvi Þórhallsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Breytingar á vegalögum Kl. 10:47
Nefndin fjallaði um málið.

4) Önnur mál Kl. 10:53
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:58