29. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 26. janúar 2021 kl. 09:03


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:03
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:03
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:03
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:03
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:03
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:10
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:03
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:03
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ), kl. 09:03
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:03

Nefndarritarar:
Inga Skarphéðinsdóttir
Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:03
Fundargerð 28. fundar var samþykkt.

2) 311. mál - varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum Kl. 09:04
Á fund nefndarinnar mættu Karl Björnsson og Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Stefán Gunnarsson og Óskar Ingólfsson frá skíðasvæðinu Hlíðarfjalli. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 275. mál - skipulagslög Kl. 10:05
Á fund nefndarinnar mættur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Líf Magneudóttir borgarfulltrúar. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 276. mál - náttúruvernd Kl. 09:45
Framsögumaður málsins, Ari Trausti Guðmundsson, fór yfir drög að nefndaráliti.

Nefndin ræddi málið.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum nefndarmönnum.

Allir nefndarmenn standa saman að nefndaráliti með breytingartillögu. Sara Elísa Þórðardóttir, áheyrnarfulltrúi, lýsti sig samþykka nefndarálitinu.

5) 368. mál - vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum Kl. 09:43
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

6) 370. mál - áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða Kl. 09:43
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

7) Önnur mál Kl. 10:29
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:29