32. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 1. febrúar 2021 kl. 15:05


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 15:05
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 15:08
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 15:05
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 15:05
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 15:05
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 15:05
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 15:05
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 15:05
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ), kl. 15:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 15:05

Líneik Anna Sævarsdóttir vék af fundi kl. 16:20.

Nefndarritari: Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:08
Fundargerðir 30. og 31. fundar voru samþykktar.

2) 311. mál - varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum Kl. 15:08
Á fund nefndarinnar mættu Sigríður Auður Arnardóttir, Steinunn Fjóla Sigurðardóttir og Hafsteinn Pálsson frá Ofanflóðasjóði. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 335. mál - hollustuhætti og mengunarvarnir o.fl. Kl. 15:50
Á fund nefndarinnar mættu Halla Sigrún Sigurðardóttir og Helga Barðadóttir frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kl. 16:20
Þá mættu á fund nefndarinnar Kristín Lind Árnadóttir og Jóna Bjarnadóttir frá Landsvirkjun og Íris Lind Sæmundardóttir, Hólmfríður Sigurðardóttir og Edda Sif Pind Aradóttir frá Orkuveitu Reykjavíkur. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 16:00
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundarhlé 16:10 - 16:20.

Kl. 16:50
Nefndin ræddi starfið framundan.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:57