33. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 4. febrúar 2021 kl. 09:05


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:05
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:19
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:05
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:05
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:05
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:05
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:05
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:05
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ), kl. 09:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:05

Hanna Katrín Friðriksson vék af fundi frá kl. 10:50 til 11:20.

Nefndarritari: Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerð 32. fundar var samþykkt.

2) 335. mál - hollustuhætti og mengunarvarnir o.fl. Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar mætti Þorgerður María Þorbjarnardóttir frá Ungum umhverfissinnum. Gerði hún grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 209. mál - fjarskipti Kl. 09:15
Á fund nefndarinnar mætti Hrafnkell V. Gíslason, Björn Geirsson, Þorleifur Jónasson, Guðmundur Arnar Sigmundsson og Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir frá Póst- og fjarskiptastofnun. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mætti á fund nefndarinnar Páll Gunnar Pálsson frá Samkeppniseftirlitinu. Gerði hann grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Hlé var gert á fundi frá kl. 10:23 til 10:30.

Því næst mættu á fund nefndarinnar Þórunn Anna Árnadóttir og Matthildur Sveinsdóttir frá Neytendastofu og Þórður Sveinsson frá Persónuvernd. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þar á eftir mætti á fund nefndarinnar Björn Davíðsson frá Snerpu. Gerði hann grein fyrir sjóarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Hlé var gert á fundi frá 11:09 til 11:20

Að lokum mættu á fund nefndarinnar Gunnar Björn Þórhallsson og Arna Rut Gunnarsdóttir frá Tengi. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 471. mál - stefnumarkandi áætlanir á sviði samgangna, fjarskipta og byggðamála Kl. 09:14
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

5) 478. mál - breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga Kl. 09:14
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

6) 359. mál - mótun stefnu Íslands um málefni hafsins Kl. 09:14
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

7) 317. mál - Sundabraut Kl. 09:14
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

8) 320. mál - þjóðarátak í landgræðslu Kl. 09:14
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

9) Önnur mál Kl. 11:33
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:33