37. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 18. febrúar 2021 kl. 09:05


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:05
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:05
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:05
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:05
Helga Vala Helgadóttir (HVH) fyrir Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:05
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:05
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:05
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:05
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ), kl. 09:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:05

Sara Elísa Þórðardóttir vék af fundi kl. 11:05.

Nefndarritarar:
Inga Skarphéðinsdóttir
Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerðir 35. og 36. fundar voru samþykktar.

2) 369. mál - Hálendisþjóðgarður Kl. 09:07
Á fund nefndarinnar mættu Sigríður Svana Helgadóttir, Jón Geir Pétursson og Steinar Kaldal frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Hlé var gert á fundi frá kl. 11:05 til 11:10.

3) 505. mál - ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur Kl. 11:13
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

4) 126. mál - Alexandersflugvöllur sem varaflugvöllur fyrir Keflavíkur-, Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli Kl. 11:13
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

5) 137. mál - vegalög Kl. 11:14
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

6) Önnur mál Kl. 11:14
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 11:32