42. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 8. mars 2021 kl. 15:05


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 15:05
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 15:08
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 15:05
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 15:05
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 15:05
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 15:20
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 15:05
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 15:05
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ), kl. 15:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 15:19

Hanna Katrín Friðriksson vék af fundi kl. 16:00.

Nefndarritari: Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:05
Fundargerð 41. fundar var samþykkt.

2) 369. mál - Hálendisþjóðgarður Kl. 15:06
Á fund nefndarinnar mættu Kristín Huld Sigurðardóttir, Þór Hjaltalín, Agnes Stefánsdóttir og Inga Sóley Kristjönudóttir frá Minjastofnun. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu Sigrún Ágústsdóttir, Ólafur A. Jónsson og Eva B. Sólan Hannesdóttir frá Umhverfisstofnun. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Hlé var gert á fundi frá kl. 16:19 til 16:30

Loks mættu Hilmar J. Malmquist, Skúli Skúlason og Snæbjörn Guðmundsson frá Náttúruminjasafni Íslands. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 17:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:00