45. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 11. mars 2021 kl. 09:05


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:05
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:05
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:05
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:05
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:05
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:05
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:05
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:05
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ), kl. 09:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:05

Ari Trausti Guðmundsson vék af fundi kl. 11:00.
Guðjón S. Brjánsson vék af fundi kl. 11:14.
Hanna Katrín Friðriksson vék af fundi kl. 11:37.
Líneik Anna Sævarsdóttir vék af fundi kl. 11:41.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerðir 43. og 44. fundar voru samþykktar.

2) 369. mál - Hálendisþjóðgarður Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar mættu Kristín Linda Árnadóttir, Þórólfur Nielsen og Kristján Halldórsson frá Landsvirkjun. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Sverrir Jan Norðfjörð frá Landsneti og Tryggvi Þór Haraldsson frá RARIK. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 535. mál - loftslagsmál Kl. 11:01
Á fund nefndarinnar mættu Vanda Úlfrún Liv Hellsing og Kjartan Ingvarsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Kynntu þau málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 508. mál - brottfall ýmissa laga Kl. 11:42
Á fund nefndarinnar mætti Hildur Dungal frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Kynnti hún málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Framsögumaður málsins, Bergþór Ólason, kynnti drög að nefndaráliti og ræddi nefndin málið. Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Allir nefndarmenn standa saman að nefndaráliti. Ari Trausti Guðmundsson, Guðjón S. Brjánsson, Hanna Katrín Friðriksson og Líneik Anna Sævarsdóttir skrifa undir álitið samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.
Áheyrnarfulltrúi í nefndinni, Sara Elísa Þórðardóttir, lýsti sig samþykka álitinu.

5) 280. mál - umferðarlög Kl. 10:41
Framsögumaður málsins, Vilhjálmur Árnason, kynnti drög að nefndaráliti.

Nefndin ræddi málið.

kl. 11:16
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Allir nefndarmenn standa saman að nefndaráliti með breytingartillögu, þar af skrifa Bergþór Ólason og Karl Gauti Hjaltason undir álitið með fyrirvara.

Ari Trausti Guðmundsson og Guðjón S. Brjánsson skrifa undir álitið samkvæmt 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis. Guðjón S. Brjánsson skrifar undir álitið með fyrirvara.

6) Önnur mál Kl. 11:49
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:50