51. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 13. apríl 2021 kl. 09:06


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:06
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:06
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:06
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:06
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:06
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:06
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:15
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:17
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:06
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:06

Kolbeinn Óttarsson Proppé vék af fundi kl. 10:38.
Karl Gauti Hjaltason vék af fundi kl. 11:04.

Nefndarritarar:
Inga Skarphéðinsdóttir
Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:06
Fundargerð 50. fundar var samþykkt.

2) 505. mál - ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur Kl. 09:07
Á fund nefndarinnar mættu Bryndís Gunnlaugsdóttir og Eygerður Margrétardóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Eftir að gestir viku af fundi ræddi nefndin málið.

3) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/848 frá 30. maí 2018 um lífræna framleiðslu og merkingu lífrænt ræktaðra vara og um niðurfellingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 834/2007 Kl. 09:40
Á fund nefndarinnar mættu Erna S. Hallgrímsdóttir frá utanríkisráðuneytinu og Iðunn Guðjónsdóttir og Kolbeinn Árnason frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Nefndin fékk kynningu á málinu og gestir svöruðu spurningu nefndarmanna.

4) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/645 frá 18. apríl 2018 um breytingu á tilskipun 2003/59/EB um grunnþjálfun og reglubundna þjálfun ökumanna tiltekinna ökutækja til vöru- eða farþegaflutninga og á tilskipun ráðsins 2006/126/EB um ökuskírteini Kl. 09:58
Á fund nefndarinnar mættu Erna S. Hallgrímsdóttir frá utanríkisráðuneytinu og Jónas Birgir Jónasson og Sigríður Erla Sturludóttir frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Nefndin fékk kynningu á málinu og gestir svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 534. mál - póstþjónusta og Byggðastofnun Kl. 10:13
Á fund nefndarinnar mættu Ragnhildur Hjaltadóttir, Hermann Sæmundsson og Vera Sveinbjörnsdóttir frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Kynntu þau málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Samhliða var fjallað um 6. dagskrálið.

6) 506. mál - Fjarskiptastofa Kl. 10:13
Á fund nefndarinnar mættu Ragnhildur Hjaltadóttir, Hermann Sæmundsson og Vera Sveinbjörnsdóttir frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Kynntu þau málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Samhliða var fjallað um 5. dagskrálið.

7) 613. mál - loftferðir Kl. 10:52
Nefndin fjallaði um málið.

8) Önnur mál Kl. 11:09
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 11:15