53. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 20. apríl 2021 kl. 09:02


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:02
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:02
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:02
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:02
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:02
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:02
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:02
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:02
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:09

Karl Gauti Hjaltason boðaði forföll.

Bergþór Ólason vék af fundi kl. 10:10
Jón Gunnarsson vék af fundi kl. 10:40.
Kolbeinn Óttarsson Proppé vék af fundi kl. 11:23.
Hanna Katrín Friðriksson vék af fundi kl. 11:35.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:02
Fundargerð 52. fundar var samþykkt.

2) Fall Wow air hf. Aðkoma Samgöngustofu og Isavia ohf. Kl. 09:02
Á fund nefndarinnar mættu Skúli Eggert Þórðarson, Guðrún Jenný Jónsdóttir og Gestur Páll Reynisson frá Ríkisendurskoðun.
Kynntu gestir skýrslu Ríkisendurskoðunar um fall WOW air hf. - Aðkoma Samgöngustofu og Isavia ohf. og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 506. mál - Fjarskiptastofa Kl. 10:15
Á fund nefndarinnar mættu Aðalsteinn Þorsteinsson og Arnar Már Elíasson frá Byggðastofnun. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 534. mál - póstþjónusta og Byggðastofnun Kl. 10:15
Kl. 10:15
Á fund nefndarinnar mættu Aðalsteinn Þorsteinsson og Arnar Már Elíasson frá Byggðastofnun. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kl. 10:36
Á fund nefndarinnar mætti Ólafur Stephensen frá Félagi atvinnurekenda. Gerði hann grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Kl. 11:25
Á fund nefndarinnar mættu Unnur Valborg Hilmarsdóttir frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Einar Bjarni Einarsson og Breki Karlsson frá Neytendasamtökunum. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 9. mál - íslensk landshöfuðlén Kl. 10:52
Framsögumaður málsins, Líneik Anna Sævarsdóttir, kynnti drög að nefndaráliti.

Nefndin ræddi málið.

6) 613. mál - loftferðir Kl. 11:08
Framsögumaður málsins, Ari Trausti Guðmundsson, kynnti drög að nefndaráliti.

Nefndin ræddi málið.

7) 702. mál - uppbygging og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð Kl. 11:24
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

8) Önnur mál Kl. 11:49
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:49