57. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn föstudaginn 30. apríl 2021 kl. 09:03


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:03
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:03
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:03
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:03
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:03
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 10:00
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:12
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:03
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:03
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:09

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:03
Fundargerð 55. fundar var samþykkt.

2) 708. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl. Kl. 09:04
Á fund nefndarinnar mættu Kjartan Ingvarsson og Guðmundur B. Ingvarsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Kynntu gestir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 506. mál - Fjarskiptastofa Kl. 10:09
Frestað.

4) 369. mál - Hálendisþjóðgarður Kl. 10:09
Á fund nefndarinnar mættu Árni Finnsson frá Náttúruverndarsamtökum Íslands, Þórunn Wolfram Pétursdóttir frá Náttúruverndarsamtökum Suðurlands, Sævar Þór Halldórsson og Harpa Barkardóttir frá SUNN Samtökum um náttúruvernd á Norðurlandi, Auður Önnu Magnúsdóttir og Tryggvi Felixson frá Landvernd og Ingibjörg Eiríksdóttir frá Eldvötnum - samtökum um náttúruvernd í Skaftárhreppi. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/848 frá 30. maí 2018 um lífræna framleiðslu og merkingu lífrænt ræktaðra vara og um niðurfellingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 834/2007 Kl. 10:55
Tillaga um að afgreiða álit um málið til utanríkismálanefndar var samþykkt.
Undir álitið skrifa Ari Trausti Guðmundsson, Guðjón S. Brjánsson, Hanna Katrín Friðriksson, Jón Gunnarsson, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Líneik Anna Sævarsdóttir og Vilhjálmur Árnason.

6) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/645 frá 18. apríl 2018 um breytingu á tilskipun 2003/59/EB um grunnþjálfun og reglubundna þjálfun ökumanna tiltekinna ökutækja til vöru- eða farþegaflutninga og á tilskipun ráðsins 2006/126/EB um ökuskírteini Kl. 10:55
Tillaga um að afgreiða álit um málið til utanríkismálanefndar var samþykkt.
Undir álitið skrifa Ari Trausti Guðmundsson, Guðjón S. Brjánsson, Hanna Katrín Friðriksson, Jón Gunnarsson, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Líneik Anna Sævarsdóttir og Vilhjálmur Árnason.

7) 275. mál - skipulagslög Kl. 09:02
Frestað.

8) Önnur mál Kl. 10:58
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:58