58. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 4. maí 2021 kl. 10:36


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 10:36
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 10:36
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 10:36
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 10:36
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 10:36
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 10:36
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 10:36
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 10:36
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 10:42
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 10:36

Jón Gunnarsson vék af fundi kl. 11:45.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:36
Fundargerðir 56. og 57. fundar voru samþykktar.

2) Breyting á fimm ára samgönguáætlun 2020-2024 Kl. 10:37
Á fund nefndarinnar mættu Árni Freyr Stefánsson og Ólafur Kr. Hjörleifsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Valtýr Þórisson, Guðmundur Valur Guðmundsson, Bergþóra Þorkelsdóttir og Fannar Gíslason frá Vegagerðinni. Kynntu gestir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 369. mál - Hálendisþjóðgarður Kl. 11:05
Á fund nefndarinnar mættu Harpa Barkardóttir og Sævar Þór Halldórsson frá SUNN Samtökum um náttúruvernd á Norðurlandi, Auður Önnu Magnúsdóttir og Tryggvi Felixson frá Landvernd og Ingibjörg Eiríksdóttir frá Eldvötnum - samtökum náttúruvernd í Skaftárhreppi og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 9. mál - íslensk landshöfuðlén Kl. 11:47
Nefndin ræddi málið.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Að nefndaráliti meiri hluta með breytingartillögu standa Líneik Anna Sævarsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson, Guðjón S. Brjánsson, Hanna Katrín Friðriksson, Kolbeinn Óttarsson Proppé og Vilhjálmur Árnason. Áheyrnarfulltrúi, Andrés Ingi Jónsson, lýsti sig samþykkan álitinu. Jón Gunnarsson skrifar undir álitið með heimild í 4. mgr. 18. gr. reglna um fastanefndir Alþingis.

5) 280. mál - umferðarlög Kl. 11:52
Nefndin ræddi málið.

Tillaga um að afgreiða málið til frá nefndinni til 3. umræðu var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Að nefndaráliti meiri hluta með breytingartillögu standa Bergþór Ólason, Vilhjálmur Árnason, Ari Trausti Guðmundsson, Jón Gunnarsson, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Líneik Anna Sævarsdóttir, Guðjón S. Brjánsson með fyrirvara, Hanna Katrín Friðriksson með fyrirvara.

6) 208. mál - skipalög Kl. 12:03
Frestað.

7) Önnur mál Kl. 12:03
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:03