59. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 6. maí 2021 kl. 09:04


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:04
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:04
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:04
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:40
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:04
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:15
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:04
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:04

Hanna Katrín Friðriksson boðaði forföll.
Vilhjálmur Árnason var fjarverandi.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:04
Fundargerð 58. fundar var samþykkt.

2) 708. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl. Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar mættu Árni Grétar Finnsson frá Samtökum atvinnulífsins, Hildur Hauksdóttir og Sigurgeir Bárðarson frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Lárus M. K. Ólafsson frá Samtökum iðnaðarins, Benedikt S. Benediktsson frá SVÞ - Samtökum verslunar og þjónustu og Ólafur Stephensen og Hlíðar Þór Hreinsson frá Félagi atvinnurekenda. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fundinn Gunnar Dofri Ólafsson frá Sorpu bs. og Eygerður Margrétardóttir og Áslaug Hulda Jónsdóttir frá FENÚR. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum mættu Auður Önnu Magnúsdóttir og Tryggvi Felixson frá Landvernd og Brynhildur Pétursdóttir frá Neytendasamtökunum. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Eftir að gestir höfðu vikið af fundi ræddi nefndin málið.
Nefndin samþykkti að Ari Trausti Guðmundsson yrði framsögumaður málsins.

3) 208. mál - skipalög Kl. 10:45
Frestað.

4) Önnur mál Kl. 10:45
Nefndin ræddi starfið framundan.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:50