64. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 18. maí 2021 kl. 10:37


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 10:37
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 10:37
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 10:37
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 10:37
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 10:37
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 10:37
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 10:37
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 10:37
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 10:48

Vilhjálmur Árnason var fjarverandi.
Ari Trausti Guðmundsson vék af fundi kl. 12:00.
Hanna Katrín Friðriksson vék af fundi kl. 12:05.
Andrés Ingi Jónsson vék af fundi kl. 12:05.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:37
Fundargerðir 62. og 63. fundar voru samþykktar.

2) Samgöngusáttmálinn, staða framkvæmda og Borgarlína Kl. 10:38
Á fund nefndarinnar mættu Ragnhildur Hjaltadóttir, Ólafur Kr. Hjörleifsson og Árni Freyr Stefánsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Bergþóra Þorkelsdóttir, Bryndís Friðriksdóttir, Hrafnkell Ásólfur Proppé og Guðmundur Valur Guðmundsson frá Vegagerðinni. Gerðu gestir grein fyrir stöðu framkvæmda skv. samgöngusáttmálanum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Davíð Þorláksson frá Betri samgöngur ohf. og Bryndís Friðriksdóttir og Hrafnkell Ásólfur Proppé frá Vegagerðinni og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum mætti á fund nefndarinnar Þórarinn Hjaltason frá Samgöngur fyrir alla. Gerði hann grein fyrir sjónarmiðum sínum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 208. mál - skipalög Kl. 12:15
Frestað.

4) Önnur mál Kl. 12:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:15