65. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn miðvikudaginn 19. maí 2021 kl. 14:32


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 14:32
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 14:50
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 14:32
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 14:32
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 14:32
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 14:32
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 14:32
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 14:32
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 14:32

Vilhjálmur Árnason var fjarverandi.

Hanna Katrín Friðriksson vék af fundi kl. 15:47.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 14:32
Fundargerð 64. fundar var samþykkt.

2) 708. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl. Kl. 14:33
Á fund nefndarinnar mættu Ingibjörg Huld Þórðardóttir og Unnur Valborg Hilmarsdóttir frá Samtökum sveitarfélag á Norðurlandi vestra. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 711. mál - loftslagsmál Kl. 14:58
Á fund nefndarinnar mættu Ása Ögmundsdóttir og Anna Sigurveig Ragnarsdóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Kynntu þær málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 613. mál - loftferðir Kl. 15:34
Á fund nefndarinnar mættu Sigurður Kári Árnason frá heilbrigðisráðuneytinu og Ástríður Scheving Thorsteinsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Eftir að gestir höfðu vikið af fundi ræddi nefndin málið.

5) 208. mál - skipalög Kl. 16:02
Framsögumaður málsins, Ari Trausti Guðmundsson, kynnti drög að nefndaráliti.

6) 719. mál - gerð jarðganga milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar Kl. 16:06
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með fresti til 31. maí 2021.

7) 696. mál - endurnýjun vegarins yfir Kjöl með einkaframkvæmd Kl. 16:06
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með fresti til 31. maí 2021.

8) Önnur mál Kl. 16:07
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:07