68. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 25. maí 2021 kl. 10:39


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 10:39
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 10:39
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 10:39
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 10:39
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 10:39
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 10:44
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 10:52
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 10:39
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 10:39

Vilhjálmur Árnason var fjarverandi.
Kolbeinn Óttarsson Proppé vék ef fundi kl. 11:18.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:39
Fundargerð 67. fundar var samþykkt.

2) 711. mál - loftslagsmál Kl. 10:40
Á fund nefndarinnar mættu Kristín Linda Árnadóttir og Jóna Bjarnadóttir frá Landsvirkjun, Hólmfríður Sigurðardóttir frá Orkuveitu Reykjavíkur og Lárus M. K. Ólafsson frá Samtökum iðnaðarins. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Ólafur S. Andrésson prófessor við Háskóla Íslands, Árni Finnsson frá Náttúruverndarsamtökum Íslands og Tinna Hallgrímsdóttir, Finnur Ricart Andrason, Chanee Thianthon og Jóhannes Bjarki Urbancic frá Ungum umhverfissinnum. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin samþykkti að Ari Trausti Guðmundsson yrði framsögumaður málsins.

3) Önnur mál Kl. 11:43
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:43