72. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 3. júní 2021 kl. 09:02


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:02
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:05
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:02
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:02
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:12
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:02
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:02
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:02
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:02

Vilhjálmur Árnason var fjarverandi.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:02
Frestað.

2) 378. mál - sveitarstjórnarlög og tekjustofnar sveitarfélaga Kl. 09:02
Framsögumaður málsins, Líneik Anna Sævarsdóttir, kynnti drög að nefndaráliti.

Nefndin ræddi málið.

Tillaga um að afgreiða málið var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Að nefndaráliti með breytingartillögu standa Líneik Anna Sævarsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson, Guðjón S. Brjánsson, Hanna Katrín Friðriksson, Jón Gunnarsson, Kolbeinn Óttarsson Proppé og Vilhjálmur Árnason. Hanna Katrín Friðriksson og Guðjón S. Brjánsson skrifuðu undir álitið með fyrirvara sem þau gera grein fyrir í ræðu.
Vilhjálmur Árnason var fjarverandi við afgreiðslu málsins en skrifar undir álitið með heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

3) 506. mál - Fjarskiptastofa Kl. 09:40
Framsögumaður málsins, Líneik Anna Sævarsdóttir, kynnti drög að nefndaráliti.

Nefndin ræddi málið.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Að nefndaráliti með breytingatillögu standa allir nefndarmenn. Þar af skrifa Bergþór Ólason og Karl Gauti Hjaltason undir álitið með fyrirvara sem þeir gera grein fyrir í ræðu.
Vilhjálmur Árnason var fjarverandi við afgreiðslu málsins og skrifar undir álitið með heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

4) 712. mál - umhverfismat framkvæmda og áætlana Kl. 09:55
Nefndin ræddi málið.

5) Önnur mál Kl. 10:13
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 10:24