1. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 14. desember 2021 kl. 09:01


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 09:01
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:01
Bjarni Jónsson (BjarnJ) 2. varaformaður, kl. 09:01
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:01
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:01
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:01
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:01
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:01
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:01
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:01

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Gestir tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Bókað:

1) Áheyrnaraðild Kl. 09:01
Formaður upplýsti nefndina um að þingflokkur Miðflokksins hefði tilnefnt Sigmund Davíð Gunnlaugsson og þingflokkur Flokks fólksins tilnefnt Jakob Frímann Magnússon sem áheyrnarfulltrúa í nefndinni, sbr. 1. mgr. 7. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

2) 154. mál - loftferðir Kl. 09:02
Á fund nefndarinnar mættu Ástríður Scheving Thorsteinsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Sigurður Kári Árnason frá heilbrigðisráðuneytinu. Kynntu gestir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin samþykkti að Halla Signý Kristjánsdóttir yrði framsögumaður málsins.
Samþykkt var var að senda málið til umsagnar með fresti til 17. desember 2021.

3) 169. mál - fjarskipti o.fl. Kl. 09:32
Á fund nefndarinnar mættu Birgir Rafn Þráinsson og Sigríður Rafnar Pétursdóttir frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, Heimir Skarphéðinsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og Hrafnkell V. Gíslason, Sigurjón Ingvason og Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir frá Fjarskiptastofu. Kynntu gestir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin samþykkti að óska eftir minnisblaði um sambærilega löggjöf á Norðurlöndunum og afriti af minnispunktum ráðuneytisins við kynningu málsins, sbr. 51. gr. þingskapa.

Nefndin samþykkti að Njáll Trausti Friðbertsson yrði framsögumaður málsins.

Samþykkt var var að senda málið til umsagnar með fresti til 17. desember 2021.

4) 96. mál - þjóðarátak í landgræðslu Kl. 10:43
Nefndin samþykkti að Líneik Anna Sævarsdóttir yrði framsögumaður málsins.

Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 3 vikna fresti.

5) Starfið framundan Kl. 10:44
Nefndin ræddi skipulag næstu funda og starfið framundan.

6) Önnur mál Kl. 10:54
Helga Vala Helgadóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúar Samfylkingar, Pírata, og Viðreisnar í umhverfis- og samgöngunefnd vilja bóka mótmæli við þeirri málsmeðferð sem þjóðhagslega mikilvæg mál fá í meðförum þingsins, breytingar á fjarskiptalögum annars vegar og loftferðarlögum hins vegar. Ráðherrum ber að tryggja faglega þinglega meðferð mála sem lögð eru fram af þeirra hálfu og þrátt fyrir að starfsstjórn hafi verið að störfum í tvo mánuði frá kosningum í lok september að upphafi þings þá liðu tvær vikur frá upphafi þingstarfa þar til umrædd þingmál voru lögð fram. Alþingi ber að standa vörð um öryggi og hag almennings í störfum sínum og er ólíðandi að framkvæmdavaldið með störfum sínum komi í veg fyrir að Alþingi geti sinnt sínum mikilvægum störfum. Þá eru einnig bókuð mótmæli við þeim knappa tíma sem umsagnaraðilum er veittur til að senda inn athugasemdir við umrædd mál.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Andrés Ingi Jónsson tóku undir bókunina.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:57