3. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 17. desember 2021 kl. 09:02


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 09:02
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:02
Bjarni Jónsson (BjarnJ) 2. varaformaður, kl. 09:02
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:02
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:02
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 10:18
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:02
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:02
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:02

Halla Signý Kristjánsdóttir og Bjarni Jónsson viku af fundi kl. 11:56.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Helga Vala Helgadóttir, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir sem og gestir nefndarinnar tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:02
Frestað.

2) 169. mál - fjarskipti o.fl. Kl. 09:03
Á fund nefndarinnar mættu Erling Freyr Guðmundsson, Jón Ingi Ingumundarson frá Ljósleiðaranum, Hlynur Halldórsson lögmaður Ljósleiðarans, Sigríður Mogensen og Björg Ásta Þórðardóttir frá Samtökum iðnaðarins, Heiðrún Björk Gísladóttir frá Samtökum atvinnulífsins og Agla Eir Vilhjálmsdóttir frá Viðskiptaráði Íslands.

Þá mættu á fund nefndarinnar Bjarni M. Jónsson frá Orkufjarskiptum hf., Arna Rut Gunnarsdóttir og Gunnar Björn Þórhallsson frá Tengir hf. og Björn Davíðsson frá Snerpu.

Því næst mættu á fund nefndarinnar Magnús Þór Kristjánsson og Halldór Hallgrímsson Grönvold frá Samkeppniseftirlitinu, Jón Bjartmarz, Elísabet Pálmadóttir og Runólfur Þórhallsson frá Ríkislögreglustjóra og Þórhallur Ólafsson og Magnús Hauksson frá Neyðarlínunni.

Að lokum mættu á fund nefndarinnar Gunnar Þór Pétursson prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík og Friðrik Árni Friðriksson Hirst doktorsnemi við lagadeild Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri Lagastofnunar Háskóla Íslands.

3) 154. mál - loftferðir Kl. 11:45
Á fund nefndarinnar mættu Valgerður B. Eggertsdóttir og Ástríður Scheving Thorsteinsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, Sigurður Kári Árnason frá heilbrigðisráðuneytinu og Ingólfur Friðriksson frá utanríkisráðuneytinu.

4) Önnur mál Kl. 12:29
Andrés Ingi Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Gagnrýnt er að meirihlutinn hafi haldið til streitu þeirri flýtiafgreiðslu máls 169 - Áfallaþol fjarskiptaþjónustu og fjarskiptaneta, sem vísað var til nefndarinnar áður en ljóst var að samkomulag hefði náðst á milli stjórnvalda og Mílu. Það samkomulag léttir þrýstingi af þinginu að klára frumvarpið á jafn skömmum tíma og upphaflega var lagt upp með. Í ljósi þess er ólíðandi að hafa boðið aðilum upp á allt niður í dags fyrirvara til að skila umsögnum um jafn umfangsmikið mál, þrátt fyrir ítrekuð andmæli fulltrúa stjórnarandstöðu í nefndinni. Ef vilji liggur til að gera þetta frumvarp að lögum þarf að vanda til verka, veita því eðlilega þinglega meðferð, og sýna umsagnaraðilum þá virðingu að gefa þeim eðlilegan frest til að rýna málið fyrir fund með nefndinni.

Helga Vala Helgadóttir tók undir bókunina.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:31