6. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 152. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 18. janúar 2022 kl. 09:00


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 09:00
Bjarni Jónsson (BjarnJ) 2. varaformaður, kl. 09:05
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:00
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:00

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir boðaði forföll.

Jakob Frímann Magnússon vék af fundi kl. 10:58.

Nefndarritarar:
Elisabeth Patriarca Kruger
Inga Skarphéðinsdóttir
Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 5. fundar var samþykkt.

2) Kynning á nefndastarfi og starfsreglum fastanefnda Kl. 09:00
Nefndin fékk kynningu á nefndastarfi og starfsreglum fastanefnda.

3) 169. mál - fjarskipti o.fl. Kl. 09:40
Á fund nefndarinnar mættu Erling Freyr Guðmundsson, Jón Ingi Ingimundarson og Jóhann Sveinn Sigurleifsson frá Ljósleiðaranum ásamt Hlyni Halldórssyni lögmanni Ljósleiðarans.

Þá mættu á fund nefndarinnar Sigríður Mogensen frá Samtökum iðnaðarins, Heiðrún Björk Gísladóttir frá Samtökum atvinnulífsins og Agla Eir Vilhjálmsdóttir frá Viðskiptaráði Íslands.

Nefndin ræddi málið.

4) Umsagnarbeiðnir Kl. 11:10
Nefndin samþykkti að veita formanni heimild til að óska eftir umsögnum um þingmál sem til hennar er vísað enda verði nefndarmönnum gefinn kostur á að koma að ábendingum um umsagnaraðila og umsagnarbeiðnin sett á dagskrá næsta fundar nefndarinnar þar á eftir til staðfestingar, sbr. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna fastanefnda.

5) Önnur mál Kl. 10:50
Nefndin ræddi fyrirkomulag næstu funda og störf nefndarinnar.

Andrés Ingi Jónsson óskaði eftir að nefndin fjallaði um kísilverið í Helguvík á opnum fundi. Það var samþykkt.

Helga Vala Helgadóttir óskaði eftir að nefndin fjallaði um áminningu Eftirlitsstofnunar EFTA er varðar umhverfismat vegna fiskeldis. Það var samþykkt.

Jafnframt samþykkti nefndin að óska eftir eftirfarandi gögnum með vísan til 51. gr. þingskapa:
1) Minnisblaði frá Vegagerðinni um ástand vega, stöðu og færð þeirra frá upphafi árs með hliðsjón af þungatakmörkunum, lokunum og veðurs.
2) Minnisblaði frá Vegagerðinni og Reykjavíkurborg um umferðaröryggi, sérstaklega er varðar gangandi vegfarendur og hjólreiðamenn, og hvaða aðgerða hefur verið gripið til frá árinu 2019 og hvaða aðgerðir eru fyrirhugaðar til að tryggja umferðaröryggi þeirra sem um ræðir.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:15