14. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 10. febrúar 2022 kl. 09:08


Mætt:

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:08
Bjarni Jónsson (BjarnJ) 2. varaformaður, kl. 09:08
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:08
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:08
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:08
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:08
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:08

Vilhjálmur Árnason, Andrés Ingi Jónsson og Orri Páll Jóhannsson boðuðu forföll.

Nefndarritarar:
Inga Skarphéðinsdóttir
Marta Mirjam Kristinsdóttir

Gestir tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:08
Fundargerð 13. fundar var samþykkt.

2) 185. mál - áhafnir skipa Kl. 09:08
Á fund nefndarinnar mættu Jón Kristinn Sverrisson frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Guðmundur Herbert Bjarnason frá Brimi hf., Gunnar Valur Sveinsson og Baldur Sigmundsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar og Benedikt S. Benediktsson frá SVÞ samtökum verslunar og þjónustu.

Þá mætti á fund nefndarinnar Bryndís Gunnlaugsdóttir frá Hafnasambandi Íslands.

3) 33. mál - hagkvæmisathugun á uppbyggingu Skógarstrandavegar Kl. 09:58
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.
Nefndin samþykkti að Bjarni Jónsson yrði framsögumaður málsins.

4) 42. mál - umhverfismat framkvæmda og áætlana Kl. 09:58
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.
Nefndin samþykkti að Helga Vala Helgadóttir yrði framsögumaður málsins.

5) 43. mál - fjarskipti Kl. 09:58
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.
Nefndin samþykkti að Bjarni Jónsson yrði framsögumaður málsins.

6) Önnur mál Kl. 10:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:02