15. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 22. febrúar 2022 kl. 09:08


Mætt:

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:08
Bjarni Jónsson (BjarnJ) 2. varaformaður, kl. 09:08
Berglind Harpa Svavarsdóttir (BHS) fyrir Njál Trausta Friðbertsson (NTF), kl. 09:08
Björn Leví Gunnarsson (BLG) fyrir Andrés Inga Jónsson (AIJ), kl. 09:08
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:08
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:08
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:08
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:08

Bjarni Jónsson tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.
Vilhjálmur Árnason boðaði forföll.

Nefndarritari: Marta Mirjam Kristinsdóttir

Gestir tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:08
Fundargerð 14. fundar var samþykkt.

2) 185. mál - áhafnir skipa Kl. 09:09
Á fund nefndarinnar mætti Örn Pálsson frá Landssambandi smábátaeiganda.

Þá mætti Georg Kr. Lárusson, Ásgrímur L. Ásgrímson og Guðríður M. Kristjánsdóttir frá Landhelgisgæslu Íslands á fund nefndarinnar.

3) 186. mál - loftferðir Kl. 09:45
Á fund nefndarinnar mættu Georg Kr. Lárusson, Ásgrímur L. Ásgrímsson og Guðríður M. Kristjánsdóttir frá Landhelgisgæslu Íslands, Páley Borgþórsdóttir frá lögreglunni á Norðurlandi eystra, auk Víðis Reynissonar, Helga Valbergs Jenssonar, Kristínar Guðmundsdóttir og Bergs Jónssonar frá Ríkislögreglustjóra.

Þá mættu á fund nefndarinnar Erna Hrönn Geirsdóttir og Ebba Schram frá Reykjavíkurborg, auk Einars Thorlacius frá Íbúasamtökum miðborgar.

Nefndin samþykkti, með vísan til 51. gr. þingskapa, að óska eftir minnisblaði frá innviðaráðuneytinu um helsu atriði málsins og viðbrögðum við þeim umsögnum sem nefndinni hefur borist.

4) 332. mál - áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða Kl. 10:54
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir dags. 11. febrúar 2022, skv. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna.
Nefndin samþykkti að Vilhjálmur Árnason yrði framsögumaður málsins.

5) 333. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir Kl. 10:54
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir dags. 11. febrúar 2022, skv. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna.
Nefndin samþykkti að Orri Páll Jóhannsson yrði framsögumaður málsins.

6) Önnur mál Kl. 10:55
Nefndin ræddi fundarbeiðni sendinefndar California Foundation on the Environment and the Economy og nefndarstarfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:12