17. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 1. mars 2022 kl. 09:08


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 09:08
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:19
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:08
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:08
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:08
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:19
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:21
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:23
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) fyrir Helgu Völu Helgadóttur (HVH), kl. 09:08

Bjarni Jónsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Marta Mirjam Kristinsdóttir

Gestir tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:08
Fundargerð 16. fundar var samþykkt.

2) 186. mál - loftferðir Kl. 09:09
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jóhönnu Láru Guðbrandsdóttur frá Skattinum. Í kjölfarið mættu Vigdísi Evu Líndal og Pál Heiðar Halldórsson frá Persónuvernd.

Því næst mættu Elín Árnadóttir og Karl Alvarsson frá Isavia á fund nefndarinnar, og þá Jens Bjarnason og Ari Guðjónsson frá Icelandair Group.

Á fund nefndarinnar mættu að lokum Halldór Kristjánsson og Dagný Helgadóttir frá EAK ehf.

3) 197. mál - bygging hátæknisorpbrennslustöðvar Kl. 09:30
Nefndin samþykkti að Vilhjálmur Árnason yrði framsögumaður málsins.

4) 45. mál - Sundabraut Kl. 09:30
Nefndin samþykkti að Njáll Trausti Friðbertsson yrði framsögumaður málsins.

5) 46. mál - kaup á nýrri Breiðafjarðarferju Kl. 09:30
Nefndin samþykkti að Njáll Trausti Friðbertsson yrði framsögumaður málsins.

6) Önnur mál Kl. 10:46
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:46