22. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 16. mars 2022 kl. 15:06


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 15:06
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 15:06
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 15:06
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 15:06
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 15:06
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 15:06
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 15:06
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 15:06

Bjarni Jónsson var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.
Andrés Ingi Jónsson boðaði forföll.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Gestir tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:06
Fundargerð 21. fundar var samþykkt.

2) Verkefnaáætlun vegna landsáætlunar um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2022-2024 Kl. 15:06
Á fund nefndarinnar mættu Hafsteinn S. Hafsteinsson, Rúnar Leifsson, María Reynisdóttir, Regína Sigurðardóttir, Guðný Sverrisdóttir og Dagný Arnarsdóttir frá verkefnisstjórn landsáætlunar. Kynntu þau áætlunina og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 332. mál - áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða Kl. 16:04
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Árna Snorrason, Jórunni Harðardóttur og Óðin Þórarinsson frá Veðurstofunni og Kristínu Huld Sigurðardóttur, Agnesi Stefansdóttur, Ingu Sóleyju Kristjönudóttur og Þór Ingólfsson Hjaltalín frá Minjastofnun.

Þá mættu á fund nefndarinnar Inga Dóra Hrólfsdóttir, Ingibjörg Marta Bjarnadóttir og Eva B. Sólan Hannesdóttir frá Umhverfisstofnun og Eydís Líndal Finnbogadóttir og Snorri Sigurðsson frá Náttúrufræðistofnun Íslands.

4) 333. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir Kl. 16:55
Framsögumaður málsins, Orri Páll Jóhannsson, kynnti drög að nefndaráliti.
Nefndin ræddi málið.

5) Önnur mál Kl. 17:04
Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá umhverfis- orku - og loftslagsráðuneyti og Umhverfisstofnun um umhverfisslys sem varð á Suðureyri í byrjun marsmánaðar.

Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:26