26. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 29. mars 2022 kl. 09:03


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 09:03
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:03
Bjarni Jónsson (BjarnJ) 2. varaformaður, kl. 09:03
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 10:20
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 09:03
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:03
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:03
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 09:03

Njáll Trausti Friðbertsson og Orri Páll Jóhannsson voru fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Gestir tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:03
Fundargerðir 24. og 25. fundar voru samþykktar.

2) 461. mál - fjarskipti Kl. 09:03
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigríði Rafnar Pétursdóttur og Birgi Rafn Þráinsson frá Háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu og Björn Geirsson, Sigurjón Ingvason og Unni Kristínu Sveinbjarnardóttur frá Fjarskiptastofu. Kynntu þau frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 332. mál - áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða Kl. 09:50
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Önnu Sigríði Valdimarsdóttur frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Hlé var gert á fundi kl. 10:10-10:20

Nefndin ræddi málið.

4) Önnur mál Kl. 11:09
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:09