29. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 5. apríl 2022 kl. 09:02


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 09:02
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:02
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:02
Daníel E. Arnarsson (DA) fyrir Bjarna Jónsson (BjarnJ), kl. 09:02
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:02
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:02
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:02
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:02
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:02
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 09:06

Njáll Trausti Friðbertsson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir viku af fundi kl. 10:40. Þá vék Ingibjörg Isaksen af fundi kl. 11:00. Gestir tóku þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.

Nefndarritari: Marta Mirjam Kristinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:02
Dagskrárlið frestað.

2) 461. mál - fjarskipti Kl. 09:02
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Þórhall Ólafsson, Magnús Hauksson og Þórarinn V. Þórarinsson frá Neyðarlínunni.

3) 186. mál - loftferðir Kl. 09:40
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Valgerði Rún Benediktsdóttur og Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Því næst mættu Magnús Norðdahl frá ASÍ, Sonja Bjarnadóttir frá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna og Guðlaug Jóhannsdóttir og Berglind Kristófersdóttir frá Flugfreyjufélagi Íslands.

Á fund nefndarinnar að lokum mætti Ágúst Guðmundsson frá Flugmálafélagi Íslands.

4) Önnur mál Kl. 10:53
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:11