31. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 26. apríl 2022 kl. 09:05


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 09:05
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:05
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:05
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:05
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:05
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:05
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) fyrir Bjarna Jónsson (BjarnJ), kl. 09:05
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:05
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:05

Ingibjörg Isaksen var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis. Helga Vala Helgadóttir vék af fundi kl. 11:12.

Njáll Trausti Friðbertsson og gestir tóku þátt í fundinum í fjarfundarbúnaði.

Nefndarritari: Marta Mirjam Kristinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerð 30. fundar var samþykkt.

2) 461. mál - fjarskipti Kl. 09:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Björn Geirsson, Unni Kristínu Sveinbjarnardóttur og Sigurjón Ingvason frá Fjarskiptastofu.

Því næst mættu Auður Inga Ingvarsdóttir og Jón Ríkharð Kristjánsson frá Mílu ehf.

Þá mættu Heimir Örn Herbertsson og Gunnar A. Ólafsson frá Nova ehf.

Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá Samkeppniseftirlitinu um binditíma fjarskiptaþjónustu með hliðsjón af samkeppnissjónarmiðum.

3) Önnur mál Kl. 11:12
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:15