33. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 17. maí 2022 kl. 09:03


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 09:03
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:03
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:03
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:03
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:03
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:03
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 09:03

Bjarni Jónsson og Njáll Trausti Friðbertsson voru fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Gestir í 3. dagskrárlið tóku þátt í fundinum í fjarfundarbúnaði.

Nefndarritari: Marta Mirjam Kristinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:03
Fundargerð 31. fundar var samþykkt.
Samþykkt fundargerðar 32. fundar var frestað.

2) 332. mál - áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða Kl. 09:04
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jón Geir Pétursson formann verkefnastjórnar rammaáætlunar 2021-2025.

3) 461. mál - fjarskipti Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jóhann Svein Sigurleifsson, Jón Inga Ingimundarson og Hlyn Halldórsson frá Ljósleiðaranum ehf.

Þá mætti Heiðrún Björk Gísladóttir frá Samtökum atvinnulífsins og Björg Ásta Þórðardóttir frá Samtökum iðnaðarins.

4) 583. mál - verndar- og orkunýtingaráætlun Kl. 10:49
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni dags. 29. apríl 2022, skv. 2. mgr. 23. gr. stafsreglna.
Nefndin samþykkti að Ingibjörg Isaksen yrði framsögumaður málsins.

5) 457. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl. Kl. 10:53
Nefndin samþykkti að Halla Signý Kristjánsdóttir yrði framsögumaður málsins.

6) 471. mál - loftslagsmál Kl. 11:06
Nefndin samþykkti að Orri Páll Jóhannsson yrði framsögumaður málsins.

7) Olíuslysið á Suðureyri Kl. 11:07
Í samræmi við 2. málsl. 2. mgr. 35. gr. starfsreglna samþykkti nefndin að birta minnisblað Umhverfisstofnunar um málið á vef.

8) Önnur mál Kl. 11:07
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:07