43. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 9. júní 2022 kl. 09:07


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 09:07
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:07
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:07
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:07
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:07
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:07
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:29
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:07
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 09:07

Bjarni Jónsson var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
Þórunn Sveinbjarnardóttir vék af fundi kl. 09:43.

Nefndarritarar:
Inga Skarphéðinsdóttir
Marta Mirjam Kristinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:07
Fundargerð 35. fundar var samþykkt.

2) 332. mál - áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða Kl. 09:07
Framsögumaður, Vilhjálmur Árnason, kynnti drög að nefndarálit.

Nefndin ræddi málið.

3) 583. mál - verndar- og orkunýtingaráætlun Kl. 09:37
Nefndin ræddi málið.

4) 458. mál - Slysavarnarskóli sjómanna Kl. 09:51
Framsögumaður málsins, Halla Signý Kristjánsdóttir, kynnti drög að nefndaráliti og ræddi nefndin málið.

Tillaga formanns um að málið yrði afgreitt úr nefndinni til 2. umræðu var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Að nefndaráliti meiri hluta standa Vilhjálmur Árnason, Halla Signý Kristjánsdóttir, Ingibjörg Isaksen, Njáll Trausti Friðbertsson, Orri Páll Jóhannsson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir. Jakob Frímann Magnússon, áheyrnarfulltrúi í nefndinni, lýsti sig samþykkan álitinu.

5) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995 (Römpum upp Ísland) Kl. 09:53
Formaður gerði grein fyrir beiðni innviðaráðuneytisins um að nefnd flytti frumvarp til breytinga á lögum um tekjustofna sveitarfélaga í tengslum við verkefnið Römpum upp Ísland.

Nefndin ræddi málið.

6) Önnur mál Kl. 10:02
Andrés Ingi Jónsson óskaði eftir því að nefndin tæki 285. mál Áhafnir skipa til umræðu að nýju og fengi til sín gesti. Nefndin ræddi málið.

Formaður bar tillöguna upp til atkvæðagreiðslu. Andrés Ingi Jónsson greiddi atkvæði með tillögunni. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir sat hjá. Aðrir nefndarmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:10