32. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 28. apríl 2022 kl. 09:05


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 09:05
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:05
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:05
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:05
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:05
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:05
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) fyrir Bjarna Jónsson (BjarnJ), kl. 09:05
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:05
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:28

Ingibjörg Isaksen boðaði forföll.

Gestir tóku þátt í fundinum í fjarfundarbúnaði.

Nefndarritari: Marta Mirjam Kristinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Dagskrárlið frestað.

2) 461. mál - fjarskipti Kl. 09:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Pál Ásgrímsson og Heiðar Guðjónsson frá Sýn hf.

Þá mættu Eiríkur Hauksson og Orri Hauksson frá Símanum hf.

3) 457. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl. Kl. 10:02
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti. Þá var samþykkt með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu um stöðu kvörtunar til eftirlitsnefnfdar Árósasamningsins í tengslum við starfs- og rekstrarleyfi fiskeldis.
Ákvörðun um framsögumann máls var frestað.

4) 471. mál - loftslagsmál Kl. 10:06
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.
Ákvörðun um framsögumann máls var frestað.

5) Önnur mál Kl. 10:07
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:11