37. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 25. maí 2022 kl. 14:00


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 14:02
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 14:02
Bjarni Jónsson (BjarnJ) 2. varaformaður, kl. 14:08
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 14:02
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 14:13
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 14:02
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 14:02
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 14:08
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) fyrir Helgu Völu Helgadóttur (HVH), kl. 14:08

Helga Vala Helgadóttir og Ingibjörg Isaksen voru fjarverandi.

Nefndarritari: Marta Mirjam Kristinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 14:00
Fundargerð 34. fundar var samþykkt.

2) 583. mál - verndar- og orkunýtingaráætlun Kl. 14:03
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Tryggva Felixson frá Landvernd sem tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.

Þá mætti Snæbjörn Guðmundsson frá Félaginu Náttúrugriðu sem tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.

3) 471. mál - loftslagsmál Kl. 14:43
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ásu Ögmundsdóttur og Vöndu Úlfrúnu Liv Hellsing frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu.

4) 571. mál - sveitarstjórnarlög Kl. 15:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk Guðna Geir Einarsson, Björn Inga Óskarsson og Hönnu Dóru Hólm Másdóttur á sinn fund.

5) 458. mál - Slysavarnarskóli sjómanna Kl. 15:53
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni dags. 25. maí 2022, skv. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna.

6) 461. mál - fjarskipti Kl. 15:55
Nefndin ræddi málið.

7) Önnur mál Kl. 15:57
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:57