38. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 27. maí 2022 kl. 13:07


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 13:07
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 14:56
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 13:07
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 13:07
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 13:08
Lenya Rún Taha Karim (LenK), kl. 13:07
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 13:07

Bjarni Jónsson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir voru fjarverandi. Njáll Trausti Friðbertsson var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis. Ingibjörg Isaksen vék af fundi kl. 14.49.

Ingibjörg Isaksen og Halla Signý Kristjánsdóttir tóku þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.

Nefndarritari: Marta Mirjam Kristinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:07
Dagskrárlið frestað.

2) 573. mál - skipulagslög Kl. 13:07
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ásdísi Hlökk Theódórsdóttur og Ólaf Árnason frá Skipulagsstofnun og Ragnhildi Hjaltadóttur frá innviðaráðuneytinu.

3) 574. mál - vaktstöð siglinga Kl. 13:53
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Eggert Ólafsson frá innviðaráðuneytinu.

4) 458. mál - Slysavarnarskóli sjómanna Kl. 14:08
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Eggert Ólafsson frá innviðaráðuneytinu.

5) 186. mál - loftferðir Kl. 14:35
Nefndin fjallaði um málið og fék á sinn fund Önnu Jóhannsdóttur frá utanríkisráðuneytinu sem tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Þá mættu Guttormur Þorsteinsson og Stefán Pálsson frá Samtökum hernaðarandstæðinga sem tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

6) 457. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl. Kl. 15:01
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Magnús Dige Baldursson og Kjartan Ingvarsson frá umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytinu og Kolbein Árnason frá matvælaráðuneytinu sem tóku þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.

7) Önnur mál Kl. 14:15
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Hlé var gert á fundi kl. 14:17-14:35.

Fundi slitið kl. 15:44