42. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 7. júní 2022 kl. 09:02


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 09:02
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:02
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:02
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:02
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:02
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:02
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:02
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) fyrir Helgu Völu Helgadóttur (HVH), kl. 09:02

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir boðaði forföll.

Nefndarritarar:
Inga Skarphéðinsdóttir
Marta Mirjam Kristinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:02
Fundargerðir 32. og 34. fundar voru samþykktar.

2) 571. mál - sveitarstjórnarlög Kl. 09:04
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Indriða B. Ármannsson frá landskjörstjórn.

3) 332. mál - áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða Kl. 09:21
Nefndin ræddi málið.

4) 583. mál - verndar- og orkunýtingaráætlun Kl. 09:42
Framsögumaður málsins, Ingibjörg Isaksen, kynnti drög að nefndaráliti með breytingartillögu og ræddi nefndin málið.

5) Önnur mál Kl. 10:26
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:46