44. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 10. júní 2022 kl. 13:06


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 13:06
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 13:06
Bjarni Jónsson (BjarnJ) 2. varaformaður, kl. 13:30
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 13:06
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 13:06
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 13:06
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 13:06
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 13:06
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 13:06
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) fyrir Helgu Völu Helgadóttur (HVH), kl. 13:06

Bjarni Jónsson, Njáll Trausti Friðbertsson og gestir tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Nefndarritarar:
Inga Skarphéðinsdóttir
Marta Mirjam Kristinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:06
Fundargerð 43. fundar var samþykkt.

2) 186. mál - loftferðir Kl. 13:11
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Eddu Bergsveinsdóttur og Sverrir Berndsen frá Vinnumálastofnun.

3) 563. mál - stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022--2036 Kl. 13:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hilmar Vilberg Gylfason frá Bændasamtökunum.

Þá komu á fund nefndarinnar Sigríður Kristjánsdóttir, Aðalsteinn Óskarsson og Jóhanna Ösp Einarsdóttir frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, Berglind Kristinsdóttir frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum, Unnur Valborg Hilmarsdóttir frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Bjarni Guðmundsson frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga.

Jafnframt kom á fund nefndarinnar Árni Múli Jónasson frá Landssamtökunum Þroskahjálp og Þuríður Harpa Sigurðardóttir og Valdís Ösp Árnadóttir frá Öryrkjabandalagi Íslands.

4) 699. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl. Kl. 13:21
Tillaga formanns um að málið yrði afgreitt úr nefndinni til annarar umræðu var samþykkt af Vilhjálmi Árnasyni, Andrési Inga Jónssyni, Höllu Signýju Kristjánsdóttur, Ingibjörgu Isaksen, Njáli Trausta Friðbertssyni, Orra Pál Jóhannssyni, Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur og Þórunni Sveinbjarnardóttur.

Að nefndaráliti meiri hluta með breytingartillögu standa Vilhjálmur Árnason, Halla Signý Kristjánsdóttir, Ingibjörg Isaksen, Njáll Trausti Friðbertsson, Orri Páll Jóhannsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir.

Jakob Frímann Magnússon, áheyrnafulltrúi í nefndinni, lýsti sig samþykkan áliti þessu.

5) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995 (Römpum upp Ísland) Kl. 13:26
Tillaga formanns um að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum (VilÁ, AIJ, HSK, HVH, IÓI, NTF, OPJ og ÞorbG). Bjarni Jónsson stendur einnig að málinu en var fjarverandi afgreiðslu þess.

Jakob Frímann Magnússon, áheyrnarfulltrúi í nefndinni, lýsti sig samþykkan framlagningu frumvarpsins.

6) 571. mál - sveitarstjórnarlög Kl. 14:25
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Telmu Halldórsdóttur frá Þjóðskrá Íslands.

7) 332. mál - áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða Kl. 14:45
Tillaga formanns um að málið yrði afgreitt úr nefndinni til síðari umræðu var samþykkt af Vilhjálmi Árnasyni, Andrési Inga Jónssyni, Höllu Signýju Kristjánsdóttur, Ingibjörgu Isaksen, Njáli Trausta Friðbertssyni, Orra Pál Jóhannssyni, Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur og Þórunni Sveinbjarnardóttur.
Bjarni Jónsson greiddi atkvæði gegn afgreiðslu málsins.

Að nefndaráliti meiri hluta með breytingartillögu standa Vilhjálmur Árnason, Halla Signý Kristjánsdóttir, Ingibjörg Isaksen, Njáll Trausti Friðbertsson og Orri Páll Jóhannsson. Bjarni Jónsson stendur ekki að álitinu.

Andrés Ingi Jónsson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir boðuðu minni hluta álit.

8) 583. mál - verndar- og orkunýtingaráætlun Kl. 14:55
Tillaga formanns um að málið yrði afgreitt úr nefndinni til síðari umræðu var samþykkt af Vilhjálmi Árnasyni, Ingibjörgu Isaksen, Bjarna Jónssyni, Höllu Signýju Kristjánsdóttur, Njáli Trausta Friðbertssyni, Orra Pál Jóhannssyni, Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur og Þórunni Sveinbjarnardóttur.
Andrés Ingi Jónsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Að nefndaráliti meiri hluta með breytingartillögu standa Vilhjálmur Árnason, Halla Signý Kristjánsdóttir, Ingibjörg Isaksen, Njáll Trausti Friðbertsson, Orri Páll Jóhannsson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir.

Þórunn Sveinbjarnardóttir ritar undir álitið með fyrirvara, skv. 1. mgr. 29. gr. þingskapa.
Jakob Frímann Magnússon, áheyrnafulltrúi í nefndinni, lýsti sig samþykkan áliti þessu.

Andrés Ingi Jónsson boðaði sérálit.

9) 186. mál - loftferðir Kl. 15:35
Nefndin ræddi málið.

10) Önnur mál Kl. 15:42
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:44