49. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 152. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 28. júní 2022 kl. 10:04


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 10:04
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 10:04
Bjarni Jónsson (BjarnJ) 2. varaformaður, kl. 10:05
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 10:04
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 10:04
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 10:04
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 10:04
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 10:04
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 10:07
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 10:04

Orri Páll Jóhannsson var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis. Helga Vala Helgadóttir vék af fundinum kl. 10:30.

Nefndarritari: Marta Mirjam Kristinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:39
Fundargerðir 36.-42. og 44.-48. fundar voru samþykktar.

2) Utanlandsferð til Bretlands 2022 Kl. 10:04
Nefndin samþykkti, með vísan til XIII. kafla starfsreglna fastanefndar Alþingis, að óska eftir heimild forsætisnefndar til fræðsluferðar umhverfis- og samgöngunefndar að hausti 2022.

3) Eftirlit með áætlun vegaframkvæmda 2022 Kl. 10:17
Nefndin ræddi málið og samþykkti, með vísan til 2. málsl. 2. mgr. 35. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, að birta minnisblað Vegagerðarinnar, dags. 9. júní 2022.

Jafnframt samþykkti nefndin, með vísan til 51. gr. þingskapa, að óska eftir framkvæmdaáætlun Vegagerðarinnar og frekari upplýsingum um stöðu framkvæmda á árinu 2022.

4) Markmið í loftslagsmálum Kl. 10:41
Nefndin samþykkti, með vísan til 3. mgr. 19. gr. þingskapa, að boða opinn fund í ágúst um markmið í loftslagsmálum.

5) Reykjavíkurflugvöllur Kl. 10:53
Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir því við innviðaráðuneytið að fá aðgang að samskiptum sem hafa átt sér stað að undanförnu við Reykjavíkurborg, Isavia ohf. og Samgöngustofu vegna Reykjavíkurflugvallar.

Þá samþykkti nefndin að óska eftir minnisblaði frá Reykjavíkurborg um áhrif skipunar starfshóps sérfræðinga á vegum innviðaráðuneytisins á uppbyggingu nýrrar byggðar í Skerjafirði.

6) Tenging fyrir gangandi vegfarendur í Vogabyggð Kl. 11:05
Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir upplýsingum frá Reykjavíkurborg um tengingar fyrir gangandi vegfarendur milli Vogabyggðar og Vogahverfis í Reykjavík.

7) Ráðstöfun plastúrgangs Kl. 11:08
Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir upplýsingum frá Úrvinnslusjóði um hvernig plastúrgangsmálum er háttað í dag.

8) Önnur mál Kl. 11:10
Nefndin ræddi starfið.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:13