3. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 22. september 2022 kl. 09:01


Mætt:

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:01
Bjarni Jónsson (BjarnJ) 2. varaformaður, kl. 09:01
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:25
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 09:16
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:01
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:01
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:05
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:01

Vilhjálmur Árnason, Þórunn Sveinbjarnardóttir og Berglind Harpa Svavarsdóttir boðuðu forföll.

Nefndarritari: Marta Mirjam Kristinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:01
Fundargerðir 50. fundar á 152. löggjafarþingi og 2. fundar á 153. löggjafarþingi voru samþykktar.

2) Kynning á þingmálaskrá innviðaráðherra á 153. löggjafarþingi Kl. 09:03
Á fund nefndarinnar mættu Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, Sigtryggur Magnason, aðstoðarmaður ráðherra og Ólafur Kr. Hjörleifsson frá innviðaráðuneytinu.
Ráðherra kynnti þingmálaskrá sína og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Skýrsla Ríkisendurskoðunar. Úrvinnslusjóður. Stjórnsýsluúttekt - skýrsla að beiðni Alþingis Kl. 09:56
Nefndin ræddi málið.

4) Fræðsluferð til Bretlands 2022 Kl. 10:10
Nefndin ræddi málið.

5) 144. mál - skipulagslög Kl. 10:13
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.
Nefndin samþykkti að Ingibjörg Isaksen yrði framsögumaður málsins.

6) Umsagnarbeiðnir á 153. þingi Kl. 10:14
Nefndin samþykkti að veita formanni heimild til að óska eftir umsögnum um þingmál sem til hennar er vísað enda verði nefndarmönnum gefinn kostur á að koma að ábendingum um umsagnaraðila og umsagnarbeiðnin sett á dagskrá næsta fundar nefndarinnar þar á eftir til staðfestingar, sbr. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

7) Önnur mál Kl. 10:14
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:15