10. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 24. október 2022 kl. 15:00


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 15:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 15:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 15:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 15:00
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 15:07
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 15:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 15:00
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 15:07
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 15:00

Halla Signý Kristjánsdóttir tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði, sbr. 1. mgr. 17. gr. þingskapa.

Bjarni Jónsson boðaði forföll.

Halla Signý Kristjánsdóttir vék af fundi kl. 16:34.
Ingibjörg Isaksen vék af fundi kl. 16:45.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir vék af fundi kl. 17:01.

Nefndarritari: Marta Mirjam Kristinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:00
Fundargerð 9. fundar var samþykkt.

2) Kynning á þingmálaskrá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra á 153. þingi Kl. 15:01
Á fund nefndarinnar mættu Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra og Stefán Guðmundsson, Ása Ögmundsdóttir, Steinunn Fjóla Sigurðardóttir og Sigríður Svana Helgadóttir frá umhverfis- og orku- og loftslagsráðuneytinu. Ráðherra kynnti þingmálaskrá sína og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Hreinsun Heiðarfjalls Kl. 16:04
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Tryggva Felixson frá Landvernd.

4) 144. mál - skipulagslög Kl. 16:21
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hólmfríði Bjarnadóttur og Skúla Þór Gunnsteinsson. Kynntu þau málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 142. mál - bygging hátæknisorpbrennslustöðvar Kl. 15:49
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.
Nefndin samþykkti að Njáll Trausti Friðbertsson yrði framsögumaður málsins.

6) 84. mál - hagkvæmnisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar Kl. 15:50
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.
Nefndin samþykkti að Bjarni Jónsson yrði framsögumaður málsins.

7) Önnur mál Kl. 16:58
Nefndin ræddi starfið framundan.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:10