17. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 18. nóvember 2022 kl. 13:05


Mætt:

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 13:05
Bjarni Jónsson (BjarnJ) 2. varaformaður, kl. 13:05
Björgvin Jóhannesson (BJóh), kl. 13:05
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 13:05
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 13:05
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 13:05
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 13:05

Ingibjörg Isaksen boðaði forföll. Andrés Ingi Jónsson og Njáll Trausti Friðbertsson boðuðu forföll vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:05
Fundargerðir 12. og 16. fundar voru samþykktar.

2) Innleiðing hringrásarhagkerfisins Kl. 13:07
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðjón Bragason og Eygerði Margrétardóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Gunnar Dofra Ólafsson og Frey Eyjólfsson frá Sorpu.

3) Hreinsun Heiðarfjalls Kl. 14:25
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Gísla Rúnar Gíslason, Jónas G. Allansson og Þórdísi Rafnsdóttur frá utanríkisráðuneyti.

4) 390. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl. Kl. 14:51
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.
Nefndin samþykkti að Halla Signý Kristjánsdóttir yrði framsögumaður málsins.

5) 34. mál - endurvinnsla í hringrásarhagkerfinu Kl. 14:55
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.
Nefndin samþykkti að Andrés Ingi Jónsson yrði framsögumaður málsins.

6) 46. mál - öruggt farsímasamband á þjóðvegum Kl. 14:57
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.
Nefndin samþykkti að Vilhjálmur Árnason yrði framsögumaður málsins.

7) Önnur mál Kl. 14:57
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:57