20. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 25. nóvember 2022 kl. 09:39


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 09:39
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:39
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:39
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:39
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:39
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:39
René Biasone (RenB) fyrir Bjarna Jónsson (BjarnJ), kl. 09:39
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 09:39

Njáll Trausti Friðbertsson tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði sbr. heimild í 1. mgr. 17. gr. þingskapa.

Orri Páll Jóhannsson boðaði forföll.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:39
Fundargerð 19. fundar var samþykkt.

2) Aðildarríkjaþing loftlagssamnings Sameinuðu þjóðanna, COP 27 Kl. 09:40
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund eftirfarandi aðila:
kl. 09:40 Höllu Sigrúnu Sigurðardóttur og Helgu Barðadóttur frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, Benedikt Höskuldsson frá utanríkisráðuneytinu, Nicole Keller og Elvu Rakel Jónsdóttur frá Umhverfisstofnun, Höllu Hrund Logadóttur frá Orkustofnun og Önnu Huldu Ólafsdóttur frá Veðurstofu Íslands.

kl. 10:59. Sigríði Mogensen og Lárus M. K. Ólafsson frá Samtökum iðnaðarins, Kristínu Lindu Árnadóttur og Harald Hallgrímsson frá Landsvirkjun og Kömmu Thordarson og Nótt Thorberg frá Grænvangi.

3) 279. mál - farþegaflutningar og farmflutningar á landi Kl. 10:52
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Að nefndaráliti með breytingartillögu standa Vilhjálmur Árnason, Ingibjörg Isaksen, Andrés Ingi Jónsson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, René Biasone, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir.

4) Önnur mál Kl. 12:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00