21. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 29. nóvember 2022 kl. 09:03


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 09:03
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:03
Bjarni Jónsson (BjarnJ) 2. varaformaður, kl. 09:03
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:06
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 10:50
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:03
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:03
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:03
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:09
René Biasone (RenB) fyrir Orra Pál Jóhannsson (OPJ), kl. 09:03
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 09:10

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:03
Fundargerð 20. fundar var samþykkt.

2) Aðildarríkjaþing loftlagssamnings Sameinuðu þjóðanna, COP 27 Kl. 09:04
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Tinnu Hallgrímsdóttur frá Ungum umhverfissinnum, Auði Önnu Magnúsdóttur frá Landvernd og Árna Finnsson frá Náttúruverndarsamtökum Íslands.

3) Skýrsla Ríkisendurskoðunar. Úrvinnslusjóður. Stjórnsýsluúttekt - skýrsla að beiðni Alþingis Kl. 10:04
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðnýju Hjaltadóttur frá Félagi atvinnurekenda, Lárus M. K. Ólafsson frá Samtökum iðnaðarins, Hildi Hauksdóttur frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og Benedikt S. Benediktsson frá SVÞ Samtökum verslunar og þjónustu.

4) 167. mál - leigubifreiðaakstur Kl. 10:50
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Bjarnheiði Gautadóttur og Stefán Daníel Jónsson frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu.

Eftir að gestir höfðu vikið af fundi ræddi nefndin málið.

5) Önnur mál Kl. 11:14
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:14