23. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 2. desember 2022 kl. 13:02


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 13:02
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 14:24
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ) fyrir Andrés Inga Jónsson (AIJ), kl. 13:02
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 13:02
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 13:02
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 14:35
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 13:02
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 14:12
René Biasone (RenB) fyrir Bjarna Jónsson (BjarnJ), kl. 13:02
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 13:02

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir boðaði forföll.

Halla Signý Kristjánsdóttir og Njáll Trausti Friðbertsson tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði sbr. heimild í 1. mgr. 17. gr. þingskapa.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:02
Fundargerðir 21. og 22. fundar voru samþykktar.

2) Undirbúningur samgönguáætlunar Kl. 13:03
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Lilju Einarsdóttur formann Samgönguráðs og Ólaf Kr. Hjörleifsson, Árna Frey Stefánsson og Valgerði B. Eggertsdóttur frá innviðaráðuneytinu.

3) 390. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl. Kl. 14:06
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Magnús Dige Baldursson og Kjartan Ingvarsson frá umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytinu sem kynntu málið.

4) 167. mál - leigubifreiðaakstur Kl. 14:24
Framsögumaður, Halla Signý Kristjánsdóttir, kynnti drög að nefndaráliti.

Nefndin ræddi málið.

Tillaga formanns um að málið yrði afgreitt úr nefnd var samþykkt af Vilhjálmi Árnasyni, Höllu Signýju Kristjánsdóttur, Orra Páli Jóhannssyni, Ingibjörgu Isaksen, Njáli Trausta Friðbertssyni og René Biasone. Þórunn Sveinbjarnardóttir og Gísli Rafn Ólafsson sátu hjá við afgreiðsluna.

Að nefndaráliti með breytingartillögu standa Vilhjálmur Árnason, Halla Signý Kristjánsdóttir, Orri Páll Jóhannsson, Ingibjörg Isaksen, Njáll Trausti Friðbertsson og René Biasone.

5) Önnur mál Kl. 14:40
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:45