44. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 18. apríl 2023
kl. 08:46
Mætt:
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 08:55Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 08:50
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 08:46
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 08:46
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 08:46
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 08:46
Viðar Eggertsson (VE), kl. 08:46
Ingibjörg Isaksen var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.
Lilja Rafney Magnúsdóttir var fjarverandi.
Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir
Formaður fól Andrési Inga Jónssyni að hefja fund fund sbr. 3. mgr. 4. gr. starfsreglna fastanefnda.
1. varaformaður tók síðan við fundarstjórn og loks formaður.
Bókað:
1) Fundargerð Kl. 08:46
Fundargerð 43. fundar var samþykkt.
2) 858. mál - Land og skógur Kl. 08:47
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra og Ásu Þórhildi Þórðardóttur, Björn Helga Barkarson og Elísabetu Önnu Jónsdóttur frá matvælaráðuneytinu. Kynnti ráðherra málið.
3) 896. mál - Innheimtustofnun sveitarfélaga Kl. 09:38
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Aðalstein Þorsteinsson, Hönnu Dóru Hólm Másdóttur og Björn Inga Óskarsson frá innviðaráðuneytinu sem kynntu þau málið. Björn Ingi Óskarsson tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.
Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá innviðaráðuneytinu um ástæður þess að ekki stæði til að leggja niður IHS fyrr en 1. janúar 2028, sbr. c-lið 9. gr. frumvarpsins.
4) 912. mál - náttúruvernd Kl. 10:22
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigríði Svönu Helgadóttur og Trausta Ágúst Hermannsson frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu sem kynntu málið. Þau tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.
5) 712. mál - hafnalög Kl. 10:18
Tillaga formanns um að málið yrði afgreitt úr nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.
Að nefndaráliti með breytingartillögu standa allir viðstaddir nefndarmenn auk Ingibjargar Isaksen sem skrifar undir álitið með heimild í 2. mgr. 29. gr. þingskapa.
6) Önnur mál Kl. 10:42
Fleira var ekki gert.
Fundi slitið kl. 10:42