47. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 27. apríl 2023
kl. 09:05
Mætt:
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 09:05Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:05
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:05
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:05
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:05
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:05
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:05
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:05
Viðar Eggertsson (VE), kl. 09:05
Lilja Rafney Magnúsdóttir var fjarverandi.
Njáll Trausti Friðbertsson vék af fundi kl. 10:18.
Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir
Bókað:
1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerðir 44. - 46. fundar voru samþykktar.
2) 912. mál - náttúruvernd Kl. 09:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ingu Dóru Hrólfsdóttur og Gunnhildi Sif Oddsdóttur frá Umhverfisstofnun.
3) 858. mál - Land og skógur Kl. 09:27
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Árna Bragason, Birki Snæ Fannarsson, Elínu Fríðu Sigurðardóttur, Bryndísi Marteinsdóttur og Gústav M. Ásbjörnsson frá Landgræðslunni og Þröst Eysteinsson og Aðalstein Sigurgeirsson frá Skógræktinni. Þröstur Eysteinsson tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.
4) 941. mál - uppbygging og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð Kl. 10:28
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.
Ákvörðun um framsögumann var frestað.
5) 975. mál - vaktstöð siglinga Kl. 10:28
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.
Ákvörðun um framsögumann var frestað.
6) 947. mál - fjarskipti o.fl. Kl. 10:28
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.
Ákvörðun um framsögumann var frestað.
7) Stöðugildi í landvörslu Kl. 10:29
Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti um stöðugildi í landvörslu.
8) Önnur mál Kl. 10:29
Fleira var ekki gert.
Fundi slitið kl. 10:29