51. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 5. maí 2023 kl. 09:01


Mætt:

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:01
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:01
Friðjón R. Friðjónsson (FRF) fyrir Vilhjálm Árnason (VilÁ), kl. 11:07
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:01
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:01
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:01
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:01
Viðar Eggertsson (VE), kl. 09:01

Bjarni Jónsson boðaði forföll.

Þórunn Sveinbjarnardóttir kom á fundinn kl. 11:07 og vék þá Viðar Eggertsson af fundi.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:01
Fundargerð 50. fundar var samþykkt

2) 941. mál - uppbygging og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð Kl. 09:01
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Valgerði B. Eggertsdóttur, Eggert Ólafsson og Ólaf Kr. Hjörleifsson frá innviðaráðuneytinu.

3) 975. mál - vaktstöð siglinga Kl. 09:44
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Eggert Ólafsson, Valgerði B. Eggertsdóttur, og Ólaf Kr. Hjörleifsson frá innviðaráðuneytinu.

4) 947. mál - fjarskipti o.fl. Kl. 10:20
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Val Árnason, Ottó V. Winther og Sigríði Valgeirsdóttur frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu.

5) Skýrsla um tilhögun hættumats og vöktunar vegna náttúruvár Kl. 11:07
Á fund nefndarinnar mættu Sigrún Karlsdóttir frá Veðurstofu Íslands og Reynir Jónsson frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu. Kynntu þau skýrsluna Náttúruvá, stöðumat og áskoranir varðandi mat og endurmótun á tilhögun hættumats og vöktunar vegna náttúruvár.

6) 912. mál - náttúruvernd Kl. 12:00
Tillaga formanns um að málið yrði afgreitt frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Að nefndaráliti meiri hluta standa Halla Signý Kristjánsdóttir, Ingibjörg Isaksen, Njáll Trausti Friðbertsson, Orri Páll Jóhannsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir. Vilhjálmur Árnason var fjarverandi við afgreiðslu málsins en skrifar undir álitið með heimild í 2. mgr. 29. gr. þingskapa.

7) 144. mál - skipulagslög Kl. 12:04
Tillaga framsögumanns um að málið yrði afgreitt frá nefndinni var samþykkt af Friðjóni R. Friðjónssyni, Höllu Signýju Kristjánsdóttur, Ingibjörgu Isaksen, Orra Páli Jóhannssyni, Njáli Trausta Friðbertssyni og Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur. Andrés Ingi Jónsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir sátu hjá við afgreiðsluna.

Að nefndaráliti meiri hluta með breytingartillögu standa Friðjón R. Friðjónsson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Ingibjörg Isaksen, Njáll Trausti Friðbertsson og Orri Páll Jóhannsson.

Andrés Ingi Jónsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir boðuðu sérálit.

8) Önnur mál Kl. 12:07
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:07