53. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 11. maí 2023 kl. 09:03


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 09:03
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:03
Bjarni Jónsson (BjarnJ) 2. varaformaður, kl. 09:03
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:03
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:03
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:03
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:03
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 09:03

Orri Páll Jóhannsson og Ingibjörg Isaksen boðuðu forföll.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:03
Fundargerðir 51. og 52. fundar voru samþykktar.

2) 1028. mál - tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi Kl. 09:03
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hólmfríði Bjarnadóttur og Lísu Margréti Sigurðardóttur frá innviðaráðuneytinu.

3) 947. mál - fjarskipti o.fl. Kl. 09:53
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jens Pétur Jensen, Axel Tómasson og Þór Jensen frá ISNIC.

kl. 10:50
Á fund nefndarinnar mættu Runólfur Þórhallsson og Kristbjörg Fjóla Hrólfsdóttur frá Ríkislögreglustjóra.

4) Staða samgönguframkvæmda Kl. 10:38
Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá Vegagerðinni um stöðu vegáætlunar 2023 og yfirlit um framkvæmdaáætlun Vegagerðarinnar fyrir árið 2023. Óskað var eftir sundurliðuðum upplýsingum um þau verkefni sem eru undir safnliðum, t.d. tengivegi.

5) 1052. mál - skipulagslög Kl. 10:37
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 1 viku fresti.

Ákvörðun um framsögumann var frestað.

6) 144. mál - skipulagslög Kl. 10:41
Tillaga formanns um að málið yrði afgreitt til 3. umræðu án nefndarálits var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

7) Álit ESA varðandi rannsóknir flugslysa Kl. 10:42
Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá innviðaráðuneytinu varðandi rökstutt álit ESA sem birt 10. maí 2023 og varðar rannsóknir flugslysa. Óskað var eftir upplýsingum um forsögu málsins og fyrirhuguð viðbrögð stjórnvalda við álitinu.

8) Upprunaábyrgðir á raforku Kl. 10:45
Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu vegna þess að hætt hafi verið viðskiptum með upprunaábyrgðir vegna raforku sem framleidd er hér á landi. Þess er sérstaklega óskað að fram komi upplýsingar um mögulega tvítalningu.

9) Önnur mál Kl. 11:15
Nefndin ræddi starfið framundan.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir óskaði eftir að nefndin fengi innviðaráðherra á fund til að ræða stöðuna á húsnæðismarkaði út frá áhrifum ferðaþjónustu og samþykkti formaður beiðnina.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:29